Nú hafa 62 íslensk fyrirtæki fengið styrk úr SME kerfi Evrópusambandsins og fleiri munu bætast við í þessum mánuði. Langflest þeirra hafa notið aðstoðar okkar hjá Evris og Inspiralia. Nú eru að verða breytingar á SME kerfinu hjá Evrópusambandinu og síðasti umsóknarfresturinn í „hefðbundinn“ fasa 1 er í september nk.

Af því tilefni bjóðum við sérstakt tilboð á umsóknarskrifum í fasa 1. Sendið okkur línu á annamargret@evris.is ef þið viljið hoppa á síðasta SME fasa 1 vagninn.

En þegar einar dyr lokast opnast aðrar og fjölmörg ný styrkja-tækifæri munu bjóðast fyrirtækjum í nýsköpun. Þau verða kynnt á kynningarfundi Evris í júní.