Umsagnir

Innkoma Evris í Hús sjávarklasans var mikið heillaspor fyrir okkur í Sjávarklasanum. Með Evris og síðar Inspiralia fluttist inn í Sjávarklasann mikil þekking á sviði sem frumkvöðlar hafa fæstir aflað sér, þ.e. öflun alþjóðlegra styrkja og ekki síður -tengsla.

Fjölmargir frumkvöðlar í Sjávarklasanum hafa notið leiðsagnar Evris og Inspiralia og hlotið alþjóðlega styrki til að þróa sína nýsköpun áfram. Með Evris gátu frumkvöðlarnir lagt kapp á þróun hugmynda sinna og nýsköpun en falið frábæru teymi Evris og Inspiralia að afla stuðnings við verkefni sín.
 
Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans

„Það hefur reynst mér heillaspor að hefja samstarf við Evris, fá notið leiðsagnar og þeirrar fagmennsku sem þeir búa yfir.

Sérfræðingar Evris höfðu trú á frumkvöðlaverkefni mínu og unnu staðfastlega með mér ásamt að því að umbreyta hugmynd yfir í vöru. 

Inspirialia hefur reynst mér mikilvægur samstarfsaðili þar sem Inspirialia hefur aukið möguleika á því að þróa verkefnið áfram.  Inspirialia samanstendur af teymi með  yfirgripsmikla þekkingu sem kann  sitt fag.“

Anna María Pétursdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Cool Wool Box

Við leituðum til Evris 2017 með háleitar hugmyndir um umfangsmikið verkefni sem átti lítinn möguleika á stuðning hér á Íslandi. Evris kom okkur í samstarf við Inspiralia sem hófust strax handa við að hanna með okkur umsókn utan um okkar sýn. Teymið sem við unnum með var frábært, með mikla reynslu og vann faglega á öllum sviðum. Það sem kom mér mest á óvart var hvað öll vinnan gekk markvistt áfram. Hef ekki kynnst sambærilegri þekkingu og færni í að forma nýsköpunarhugmyndir. Við flugum í gegnum báða fasana og fengum veglegan stuðning sem líklega aldrei hefði tekist án þeirrar aðstoðar sem við fengum hjá Evris.

Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Aurora Seafood

Við hjá Genís gengum í gegnum tveggja þrepa umsóknarferli í H2020 áætlun Evrópusambandsins. Grundvöllur að þeim árangri sem náðist í fólst í vel skipulagðri og vandaðri endurskoðun áætlana og umsókna á stigi 2.  Mér er til efs að sá árangur hefði náðst nema með faglegri hjálp Evris og Inspiralia því umsóknarferlið var bæði erfitt og snarpt og reyndi á mjög marga þætti í starfsemi Genís. Lykillinn að árangrinum var sá að í umsókninni var þess sérstaklega gætt að hún væri í takt og samræmi við stefnu og áætlanir fyrirtækisins en vel var gætt að því í ferlinu.

Hilmar Bragi Janusson, forstjóri Genís

Ég sendi inn  mína fyrstu umsókn að rannsóknastyrk árið 1980. Styrkveitandi var Rutgers Háskóli, New Jersey Bandaríkjunum. Ég fékk þann styrk sem og marga fleiri á komandi árum, bæði við Rutgers og frá þarlendum umhverfissamtökum, sem og hér heima og frá Evrópubandalaginu og Norrænu Ráðherranefndinni.  Á þessum árum var lítið um fánalega hjálp og styrkumsækjendur skrifuðu umsóknirnar sjálfir. Í dag hefur orðið mikil breyting á og hægt er að sækja hjálp til margra aðila svo sem Evris og Inspiralia.  Reynsla mín af þeim er mjög góð og í raun er breytingin eðlismunur frekar en stigsmunur.  Með þeirra hjálp er hægt að koma saman ákaflega góðum umsóknum án þess að leggja hálft árið undir vinnu við umsóknaskrif. Þannig er hægt að sinna áfram rannsóknum og rekstri þó maður taki þátt í fleiri en einni umsókn ár hvert.  

Guðrún Marteinsdóttir, PhD
Prófessor við Háskóla Íslands
Framkvæmdastjóri Taramar Seeds ehf

„Nauðsynlegt batterý hér á klakanum!“ (á facebook síðu Evris 19/06/2019)

Sigurjón Lýðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Medilync

„Inspiralia, Toro Ventures og Evris eru aðilar sem hafa unnið þétt saman fyrir IceMedico að umsóknaskrifum og viðskiptaþróun fyrirtækisins erlendis.

Inspiralia hefur leitt umsóknaskrif fyrir Evrópusambandsumsókn. Öll vinnubrögð voru vandvirk og fagmannleg.

Toro Ventures leiðir í dag viðskiptaþróun erlendis fyrir IceMedico á ákveðnum mörkuðum en þar er sömuleiðis teymi fagaðila sem sér um utanumhald verkefna. Vinnubrögð eru til fyrirmyndar.

Evris á Íslandi, með Önnu Margréti í fararbroddi hefur verið tengiliður IceMedico bæði við Inspiralia og Toro Ventures og mikilvægur stuðningur við IceMedico í samstarfinu.  

Ég hvet íslensk fyrirtæki til að hafa samband við Evris og skoða mögulega samstarfsmöguleika við Inspiralia og Toro Ventures, bæði vegna styrktar – og/eða viðskiptatækifæra erlendis.“

Þorbjörg Jensdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri IceMedico

„Ég hef í gegnum tíðina ekki haft mikla trú á skriffinskuveldi af hvaða toga sem það er. En ég verð þó að viðurkenna að það var óhemju faglega að þessu öllu staðið“. (Fiskifréttir 11. maí 2019 – sjá viðtalið í heild sinni á https://www.fiskifrettir.is/frettir/throa-byltingarkennda-skurdarvel/154379/)

Elliði Hreinsson
framkvæmdastjóri, Curio

Við hjá D-Tech höfum nýtt okkur þjónustu Evris, Inspiralia og Toro Ventures í nokkrum verkefnum. Þjónusta þeirra er mjög fagleg og lausnarmiðuð. Útvistun verkefna getur verið mjög hagkvæm sér í lagi þegar um er að ræða tímafrek og sérhæfða verkþætti sem lítill tími gefst til að sinna í hinum daglega rekstri. Öll þessi fyrirtæki bjóða upp á aðgang að sérhæfðri þekkingu og mikilli reynslu. Við hvetjum íslensk fyrirtæki, hvort sem þau eru lítil frumkvöðlafyrirtæki eða stærri félög til þess að kynna sér kosti þess að kaupa þjónustu þessara fyrirtækja og gefum þeim okkar bestu meðmæli.

Ragnar Ólafsson, stofnandi og tæknistjóri D-Tech

Vertu í bandi!

Ertu með einstaka vöru sem þú telur að eigi erindi á alþjóðlega markaði? Hikaðu ekki við að hafa samband við okkur og við finnum tíma til að hittast og ræða málin.

Við erum hér

Grandagarði 16, 101 Reykjavík

Sími

(354) 694 3774

Email Us

evris@evris.is