Umsagnir

„Það hefur reynst mér heillaspor að hefja samstarf við Evris, fá notið leiðsagnar og þeirrar fagmennsku sem þeir búa yfir.

Sérfræðingar Evris höfðu trú á frumkvöðlaverkefni mínu og unnu staðfastlega með mér ásamt að því að umbreyta hugmynd yfir í vöru. 

Inspirialia hefur reynst mér mikilvægur samstarfsaðili þar sem Inspirialia hefur aukið möguleika á því að þróa verkefnið áfram.  Inspirialia samanstendur af teymi með  yfirgripsmikla þekkingu sem kann  sitt fag.“
Anna María Pétursdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Cool Wool Box

„Nauðsynlegt batterý hér á klakanum!“
Sigurjón Lýðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Medilync

„Evris og Inspiralia veita faglega þjónustu og búa yfir þekkingu og reynslu sem er verðmæt fyrir nýsköpun á Íslandi. Ég mæli eindregið með þeim!“
Stefán Baxter, tækni-frumkvöðull

„Ég hef í gegnum tíðina ekki haft mikla trú á skriffinskuveldi af hvaða toga sem það er. En ég verð þó að viðurkenna að það var óhemju faglega að þessu öllu staðið“. (Fiskifréttir 11. maí 2019)
Elliði Hreinsson
framkvæmdastjóri, Curio

„Inspiralia, Toro Ventures og Evris eru aðilar sem hafa unnið þétt saman fyrir IceMedico að umsóknaskrifum og viðskiptaþróun fyrirtækisins erlendis.

Inspiralia hefur leitt umsóknaskrif fyrir Evrópusambandsumsókn. Öll vinnubrögð voru vandvirk og fagmannleg.

Toro Ventures leiðir í dag viðskiptaþróun erlendis fyrir IceMedico á ákveðnum mörkuðum en þar er sömuleiðis teymi fagaðila sem sér um utanumhald verkefna. Vinnubrögð eru til fyrirmyndar.

Evris á Íslandi, með Önnu Margréti í fararbroddi hefur verið tengiliður IceMedico bæði við Inspiralia og Toro Ventures og mikilvægur stuðningur við IceMedico í samstarfinu.  

Ég hvet íslensk fyrirtæki til að hafa samband við Evris og skoða mögulega samstarfsmöguleika við Inspiralia og Toro Ventures, bæði vegna styrktar – og/eða viðskiptatækifæra erlendis.“
Þorbjörg Jensdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri IceMedico

Vertu í bandi!

Sed porttitor lectus nibh. Vivamus magna justo, lacinia eget consectetur sed, convallis at tellus. Quisque velit nisi, pretium ut lacinia in, elementum id enim. Pellentesque in ipsum id orci porta dapibus.

Við erum hér

Grandagarði 16, 101 Reykjavík

Sími

(354) 517 – 1600

Email Us

evris@evris.is