EVRIS þjónusta

Evrópskir styrkir

eru í boði fyrir fyrirtæki og stofnanir hér á landi. Fyrirtæki getur sótt um styrki eitt og sér en líka í samstarfi við aðra. Stofnanir sækja yfirleitt um evrópska styrki í samstarfi við aðra. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þá evrópsku sjóði sem við hjá Evris og Inspiralia aðstoðum við að sækja í. TRL stigið vísar í þróunarstig verkefna sem er útskýrt sérstaklega efst í stikunni.

TRL 1 - 3: Samstarf fyrirtækis og háskóla/rannsóknastofnana (Pathfinder)

Pathfinder eru styrkir sem veittir eru til verkefna sem eru á hugmyndastigi eða TRL 1 – 2 (sjá https://www.evris.is/um-throskastig-verkefna/) . Hugmyndin þarf að fela í sér byltingarkennda lausn, gjarnan þverfaglega. Hópurinn sem stendur að baki umsókn þarf að lágmarki að  samanstanda af háskóla, einu eða fleiri fyrirtækjum (stór og lítil), rannsóknarstofnun o.fl. frá þremur löndum að lágmarki. Evris og Inspiralia aðstoða við að finna réttu samstarfsaðilana ef óskað er.

Verkefni standi í 2 – 4 ár og hafi hugmyndin sannað sig á þeim tíma getur fyrirtækið í hópnum sótt um framhaldsstyrk til að koma henni á markað (sjá Accelerator). Styrkir eru að hámarki 5 milljónir evra og fá allir aðilar 100% styrk.

Umsóknarfrestir 2023 eru 2. mars (Pathfinder Open) og 18. október fyrir ýmsar þematengdar umsóknir.

 

Hlekkur að Pathfinder áætlun ESB: https://ec.europa.eu/research/eic/index.cfm?pg=pathfinder

TRL 3 - 8: Stór vísindaverkefni (Thematic priorities)

Thematic priorities eru styrkir sem veittir eru til stórra vísinda- og rannsókna verkefna sem háskólar og/eða aðrar vísinda- og rannsóknastofnanir leiða. Hópurinn sem stendur að baki umsóknum í Thematic priorities er stór eða að lágmarki 5 aðilar. Ekkert hámark er sett um fjölda aðila á bak við umsóknir en algengt er að 8 – 12 aðilar komi við sögu. Evris og Inspiralia aðstoða við að finna réttu samstarfsaðilana ef óskað er en geta einnig komið íslenskum aðilum, þ.e. fyrirtækjum og stofnunum, á framfæri vilji þeir gefa kost á sér í Thematic priorities verkefni. Hægt er að skrá sig hjá Evris.

Gert er ráð fyrir að Thematic priorities verkefni standi að jafnaði í 24 – 48 mánuði og eru veittir styrkir að hámarki 10 milljónir evra.

Hlekkur að Thematic Priorities áætlun ESB: https://www.h2020.md/en/eic-programme-2021-2027

TRL 4 - 6: Framhald af Pathfinder (Transition)

Styrkur til að fullvinna rannsóknastörfin og byrja að undirbúa viðskipti. Þarf að koma í framhaldi af Pathfinder/ERC verkefni.

Umsækjandi sé eitt fyrirtæki (SME) eða lítill hópur 3 – 5 aðilar.

Umsóknarfrestir 2023: 12. apríl og 27. september. 

TRL 4 - 6: Fyrirtæki í rannsókna- og þróunarstarfi (Eurostars)

Eurostars-styrkir eru veittir fyrirtækjum sem stunda rannsóknir og þróun á hvaða tæknisviði sem er. Verkefni þarf að vera á TRL skala 4 -6 (sjá https://www.evris.is/um-throskastig-verkefna/) . Tveir aðilar hið minnsta þurfa að standa að umsókninni frá tveimur sk. Eurostars löndum sem eru flest Evrópuríki, Bretland, Sviss, Tyrkland, Suður Kórea, Kanada og Suður Afríka. Evris og Inspiralia aðstoða við að finna réttu samstarfsaðilana ef óskað er. Þeir geta verið önnur fyrirtæki, rannsóknastofnanir, háskólar, o.fl.

Verkefnið standi í 12 – 36 mánuði.

Næsti umsóknarfrestur: 15. september 2022.

 

Hlekkur að Eurostars áætlun ESB:

https://www.eurekanetwork.org/

 

TRL 6 - 9: Frumgerð liggur fyrir, eitt fyrirtæki sækir um og ber eitt ábyrgð á þróun fram að markaðssetningu (Accelerator)

Accelerator eru styrkir sem veittir eru litlum og meðalstórum fyrirtækjum (Small and Medium sized Entrprises – SMEs) með eintaka vöru þar sem frumgerð liggur fyrir eða TRL 5 – 6 (sjá https://www.evris.is/um-throskastig-verkefna/). Styrknum er ætlað að fjármagna frekari prófanir, ljúka við þróun og gera vöru tilbúna fyrir markaðssetningu en hluta styrksins má nota til að gera alþjóðlega markaðsgreiningu. Accelerator er tveggja þrepa umsóknarferli og þarf að komast í gegnum fyrra þrepið áður en sótt er um seinna þrepið (hinn eiginlega styrk).

Verkefni standi í 12 – 36 mánuði en hámarksstyrkur er 2,5 milljónir evra. Fyrirtæki fá 70% af kostnaði sínum við verkefnið greiddan + „overhead“. Fyrirtæki þurfa að geta lagt fram staðfestingu á mótframlagi, annað hvort eigið fé eða fjárfesta. Í sumum tilvikum býðst Evrópusambandið til að leggja fram mótframlag í formi fjárfestingar frá Fjárfestingarsjóði ESB (EIF) eða Fjárfestingarbanka ESB (EIB). Inspiralia aðstoðar umsækjendur við að finna erlenda fagfjárfesta til að koma að Accelerator umsóknum.

Umsóknarfestir 2023: 11. janúar (Open) , 22. mars (Open and Challenges) , 7. júní (Open and Challenges) og 4. október (Open and Challenges).

Challenges 2023: a) Energy storage, charging/discharging efficiency, centralized/decentralized energy, critical materials, energy systems, decarbonisation, clean and efficient cooling. b) Building concrete, construction waste, alternative materials, regenerative buildings/materials,  recycling/upcycling, climate neutrality and more .. c) Quantum sensors, semiconductor chips/components, chips design and more .. d) Resilient agriculture, regenerative agriculture, eco-friendly fertilisation, novel crop protection, novel irrigation techniques and more .. e) Innovative space technologies.

.

Hlekkur að Acclerator áætlun ESB: https://eic.ec.europa.eu/eic-funding-opportunities/eic-accelerator_en

TRL 5 - 9: Loftslags- og umhverfismál (LIFE)

LIFE prógrammið styrkir verkefni / lausnir á sviði loftslags- og umhverfismála. Umsækjendur geta verið fyrirtæki og stofnanir.

Nánari upplýsingar er að finna hér: https://cinea.ec.europa.eu/programmes/life/life-calls-proposals_en

Næstu umsóknarfrestir eru árið 2023 og verða dagsetningar settar hér inn þegar þær hafa verið birtar.