fbpx

EVRIS þjónusta

Evrópskir styrkir

eru í boði fyrir fyrirtæki og stofnanir hér á landi. Fyrirtæki getur sótt um styrki eitt og sér en líka í samstarfi við aðra. Stofnanir sækja yfirleitt um evrópska styrki í samstarfi við aðra. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þá evrópsku sjóði sem við hjá Evris og Inspiralia aðstoðum við að sækja í. TRL stigið vísar í þróunarstig verkefna sem er útskýrt sérstaklega efst í stikunni.

TRL 1/2: Samstarf fyrirtækis og háskóla/rannsóknastofnana (FET)

Future Emergency Technology (FET) eru styrkir sem veittir eru til verkefna sem eru á hugmyndastigi eða TRL 1 – 2 (sjá https://www.evris.is/um-throskastig-verkefna/) . Hugmyndin þarf að fela í sér byltingarkennda lausn, gjarnan þverfaglega. Hópurinn sem stendur að baki umsókn þarf að lágmarki að  samanstanda af háskóla, einu eða fleiri fyrirtækjum (stór og lítil), rannsóknarstofnun o.fl. frá þremur löndum að lágmarki. Evris og Inspiralia aðstoða við að finna réttu samstarfsaðilana ef óskað er.

Verkefni standi í 2 – 4 ár og hafi hugmyndin sannað sig á þeim tíma getur fyrirtækið í hópnum sótt um framhaldsstyrk til að koma henni á markað (sjá Accelerator). Styrkir eru að hámarki 5 milljónir evra og fá allir aðilar 100% styrk.

Næstu umsóknarfrestir: 18. september 2019 (lokað), 13. maí 2020.

 

Hlekkur að FET áætlun ESB:

https://ec.europa.eu/programmes/horizon2020/en/h2020-section/future-and-emerging-technologies-fet-open

TRL 5/6: Samstarf fyrirtækis og hugsanlegra þróunar- og dreifingaraðila (FTI)

Fast Track to Innovation (FTI) eru styrkir sem veittir eru til lítilla og stórra fyrirtækja með einstaka vöru þar sem frumgerð liggur fyrir eða TRL 5 – 6 (sjá https://www.evris.is/um-throskastig-verkefna/). Styrknum er ætlað að fjármagna frekari prófanir, ljúka við þróun og gera vöru tilbúna fyrir markaðssetningu en hluta styrksins má nota til að gera alþjóðlega markaðsgreiningu. Hópurinn sem stendur að umsókninni þarf að samanstanda af fyrirtækinu sem á vöruna og skilgreindum nauðsynlegum samstarfsaðilum sem þarf til að koma henni frá frumgerð til tilbúinnar vöru á markað eða frá TRL 5/6 – TRL 9. Hópurinn þarf að vera frá þremur mismundandi Evrópulöndum.  Evris og Inspiralia aðstoða við að finna réttu samstarfsaðilana ef óskað er.

Verkefni standi í 12 – 36 mánuði en hámarksstyrkur er 3.5 milljónir evra. Fyrirtæki fá 70% af kostnaði sínum við verkefnið greiddan + „overhead“ en opinberar stofnanir (t.d. háskólar) og félög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni fá allan kostnað vegna þátttöku í verkefnum greiddan eða 100% styrk.

Næstu umsóknarfrestir: 22. október 2019 (lokað), 19. febrúar 2020, 9. júní 2020, 27. október 2020.

Hlekkur að FTI:

https://ec.europa.eu/info/funding-tenders/opportunities/portal/screen/opportunities/topic-details/eic-fti-2018-2020

TRL 5/6: Frumgerð liggur fyrir, eitt fyrirtæki sækir um og ber eitt ábyrgð á þróun fram að markaðssetningu (Accelerator)

Accelerator eru styrkir sem veittir eru litum og meðalstórum fyrirtækjum (Small and Medium sized Entrprises – SMEs) með eintaka vöru þar sem frumgerð liggur fyrir eða TRL 5 – 6 (sjá https://www.evris.is/um-throskastig-verkefna/). Styrknum er ætlað að fjármagna frekari prófanir, ljúka við þróun og gera vöru tilbúna fyrir markaðssetningu en hluta styrksins má nota til að gera alþjóðlega markaðsgreiningu. Umsækjandi/fyrirtæki þarf að vera með samstarfsaðila í verkefninu en ekki er skilgreint hvaðan þeir skuli koma.

Verkefni standi í 12 – 36 mánuði en hámarkskostnaður er 17,5 milljónir evra. Fyrirtæki fá 70% af kostnaði sínum við verkefnið greiddan + „overhead“. Fyrirtæki þurfa að geta lagt fram staðfestingu á mótframlagi, annað hvort eigið fé eða fjárfesta. Í einstaka tilvikum býðst Evrópusambandið til að leggja fram mótframlag í formi fjárfestingar frá Fjárfestingarsjóði ESB (EIF) eða Fjárfestingarbanka ESB (EIB). Inspiralia aðstoðar umsækjendur við að finna erlenda fagfjárfesta til að koma að Accelerator umsóknum.

Næstu umsóknarfrestir:

október 2019 (lokað), 8. janúar 2020, 18. mars 2020, 19. maí 2020 og 7. október 2020.

Hlekkur að Acclerator áætlun ESB:

https://ec.europa.eu/programmes/horizon2020/en/h2020-section/sme-instrument

TRL 1 – 4: Stór vísindaverkefni (Thematic priorities)

Thematic priorities eru styrkir sem veittir eru til stórra vísinda- og rannsókna verkefna sem háskólar og/eða aðrar vísinda- og rannsóknastofnanir leiða. Hópurinn sem stendur að baki umsóknum í Thematic priorities er stór eða að lágmarki 5 aðilar. Ekkert hámark er sett um fjölda aðila á bak við umsóknir en algengt er að 8 – 12 aðilar komi við sögu. Evris og Inspiralia aðstoða við að finna réttu samstarfsaðilana ef óskað er en geta einnig komið íslenskum aðilum, þ.e. fyrirtækjum og stofnunum, á framfæri vilji þeir gefa kost á sér í Thematic priorities verkefni. Hægt er að skrá sig hjá Evris.

Gert er ráð fyrir að Thematic priorities verkefni standi að jafnaði í 24 – 48 mánuði og eru veittir styrkir að hámarki 10 milljónir evra.

Hlekkur að Thematic Priorities áætlun ESB:

https://ec.europa.eu/programmes/horizon2020/en/h2020-sections