fbpx

EVRIS þjónusta

Bandarískir styrkir

standa íslenskum fyrirtækjum í nýsköpun til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Fjölmargir möguleikar eru í boði og styrkfjárhæðir verulega háar. Við hjá Evris og Inspiralia aðstoðum íslensk fyrirtæki við að uppfylla skilyrðin, undirbúa umsóknir og aðstoða við verkefnisstjórn og samskipti við stjórnvöld sem veita styrkina. Smelltu á + hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar um bandaríska styrki.

SBIR / STTR

SBIR kerfið gerir ráð fyrir að fyrirtæki sæki eitt um styrk en STTR kerfið gerir ráð fyrir samstarfi fyrirtækja og háskóla/rannsóknastofnana.

Það eru einkum National Institute of Health (NIH), National Science Foundation (NSF) og Department of Defence (DoD) sem veita fyrirtækjum styrki til vöruþróunar og undirbúnings markaðssetningar en möguleikarnir innan hverrar stofnunar eru mjög fjölbreyttir. Þróunarstig verkefna skal á bilinu TRL 1- 5 í fyrri fasa og 5 – 9 í seinni fasa (sjá nánar https://www.evris.is/um-throskastig-verkefna/).

Fyrirtæki sem sækja um styrki þurfa að vera staðsett í BNA og 51% í eigu þarlendra aðila eða einstaklinga með Græna kortið. Við aðstoðum íslensk fyrirtæki við að stofna fyrirtæki og jafnvel að finna samstarfsaðila um eignarhald þess.

Styrkir frá $ 150.000 – $ 3.000.000