EVRIS þjónusta

Tenging við tækninörda

Við tengjum íslensk fyrirtæki í nýsköpun við erlenda tækninörda sem hafa langa reynslu af því að aðstoða stór og smá tæknifyrirtæki við að hraða vöruþróun og koma tækninýjungum á markað á undan samkeppnisaðilum eða koma vöruþróun á rétt þróunarstig til að geta sótt um mjög stóra styrki, sbr. https://www.evris.is/um-throskastig-verkefna/ . Góð leið til að flýta vöruþróun á viðráðanlegu verði. Það er öflugt teymi verkfræðinga í dótturfyrirtæki Inspiralia Group, FEN Technology, staðsett í mekka þróunarstarfs í Cambridge í Bretlandi, sem aðstoðar við allt sem lýtur að flóknum tæknilausnum og annar hópur forritara sem aðstoðar við ýmiskonar hugbúnaðarlausnir https://us.inspiralia.com/technical-capabilities/digital-solutions-services/.