fbpx

EVRIS ehf.

Um okkur

Evris ehf var stofnað af Önnu Margréti Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins, hinn 19. júní 2012. Evris ehf. er staðsett í Íslenska Sjávarklasanum. Sjá upplýsingar um starfsfólk Evris ehf hér fyrir neðan.

Árið 2016 hófst samstarf alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Inspiralia Group og Evris ehf og hefur samstarfið skilað miklum fjármunum og þekkingu inn í íslenskt nýsköpunarumhverfi. Inspiralia Group á og rekur fyrirtækin Inspiralia EU (Madrid), Inspiralia US (Miami, Boston, Houston), FEN Technology (Cambrigde, UK), Toro Ventures (Madrid) og M27 (Vínarborg).

Evris ehf. er samstarfsaðili (e. Business Partner) Inspiralia Group á Norðurlöndum. Þar vinnum við með fyrirtækjunum Grannenfelt Finance í Finnlandi, Svíþjóð og Eistlandi, Inbude í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi og T:lab í Noregi.

Umfjöllun

um Evris ehf.

Nokkuð hefur verið fjallað um hlutverk og góðan árangur Evris ehf. í íslenskum fjölmiðlum. Hér fyrir neðan er að finna nokkur sýnishorn.

Viðurkenning

Sjávarklasans í janúar 2018

Árið 2018 var Evris ehf veitt viðurkenning Íslenska Sjávarklasans fyrir fyrir að hafa liðsinnt fjölmörgum sprotafyrirtækjum í Klasanum við að afla styrkja til þróunarverkefna. Það var Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sem afhenti verðlaunin.