EVRIS ehf.

Um okkur

Evris ehf var stofnað af Önnu Margréti Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins, hinn 19. júní 2012. Evris ehf. er staðsett í Grósku, þekkingarsetrinu í Vatnsmýrinni. Sjá upplýsingar um starfsfólk Evris ehf hér fyrir neðan.

Árið 2016 hófst samstarf alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Inspiralia Group og Evris ehf og hefur samstarfið skilað miklum fjármunum og þekkingu inn í íslenskt nýsköpunarumhverfi. Inspiralia Group á og rekur fyrirtækin Inspiralia EU (Madrid), Inspiralia US (Miami, Boston, Houston), FEN Technology (Cambrigde, UK), Toro Ventures (Madrid) og M27 (Vínarborg).

Evris ehf. er samstarfsaðili (e. Business Partner) Inspiralia Group á Norðurlöndum. Þar vinnum við með fyrirtækjunum Grannenfelt Finance í Finnlandi, Svíþjóð og Eistlandi, Inbude í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi og T:lab í Noregi.

Starfsfólk

Evris ehf.

Anna Margrét Guðjónsdóttir

sími 694 3774

Sverrir Geirdal

sverrir@evris.is
sími  820 1032

Hulda Pjetursdóttir

sími 844 4977

Umfjöllun

um Evris ehf.

Nokkuð hefur verið fjallað um hlutverk og góðan árangur Evris ehf. í íslenskum fjölmiðlum. Hér fyrir neðan er að finna nokkur sýnishorn.

Viðurkenning

Sjávarklasans í janúar 2018

Árið 2018 var Evris ehf veitt viðurkenning Íslenska Sjávarklasans fyrir fyrir að hafa liðsinnt fjölmörgum sprotafyrirtækjum í Klasanum við að afla styrkja til þróunarverkefna. Það var Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sem afhenti verðlaunin.