Þróunarstig

verkefnis skiptir máli

þegar sótt er um styrki til vísindarannsókna, vöruþróunar og undirbúnings markaðssetningar í Evrópu og Bandaríkjunum. Einnig þegar leitað er til erlendra fjárfesta og væntanlegra dreifingaraðila. Mat á þróunarstigi byggir á alþjóðlegum mælikvarða sem kallast Technical Readiness Level, skammstafað TRL. Staðsetning verkefnis/vöru á TRL skalanum ræður því í hvaða sjóði hægt er að sækja styrki, sjá nánar undir „Evris þjónusta“.

TRL 9   Vara tilbúin á alþjóðlegan markað.

TRL 8   Frumgerð kláruð.

TRL 7   Frumgerð kynnt í raunverulegu umhverfi t.d. fyrir hugsanlegum dreifingaraðilum.

TRL 6   Frumgerð kynnt í raunverulegu umhverfi – hjá nokkrum væntanlegum notendum. Ábendingum og athugasemdum um það sem betur má fara safnað saman og lausnin endurbætt í samræmi við það.

TRL 5   Lausnin (varan) er til í frumgerð (prototype) og prófuð og sannreynd í raunverulegu umhverfi t.d. hjá einum væntanlegum notenda.

TRL 4   Lausnin (varan)  prófuð og sannreynd í „vernduðu“ umhverfi.

TRL 3   Tilraunir með lausn (vöru).

TRL 2   Hugmynd mótuð frekar.

TRL 1   Hugmynd að lausn (vöru) kviknar.

 

Nánar um TRL mælikvarðann: https://en.wikipedia.org/wiki/Technology_readiness_level