Evris og Inspiralia standa fyrir keppni meðal norrænna fyrirtækja í nýsköpun (e. Pitch competition) í tengslum við Nýsköpunarviku 2023. Það fyrirtæki sem sigrar keppnina fær mjög vegleg verðlaun eða ókeypis umsóknarskrif hjá Inspiralia. Keppnin fer þannig fram fyrirtæki senda inn kynningu á vöru og teymi á skráningarhlekkinn hér fyrir neðan. Inspiralia velur 10 þátttakendur til að taka þátt í keppninni sem fram fer þriðjudaginn 23. maí klukkan 16.00 í Grósku. Þau 10 fyrirtæki sem valin eru til þátttöku fá hvert um sig 5 mínútur til að kynna sig og síðan 10 mínútur til að svara spurningum dómnefndar. Í dómnefndinn sitja: Alfredo Sánchez, framkvæmdastjóri og helsti eigandi Inspiralia, Laïla Aoufi, sem fer fyrir Accelerator teymi Inspiralia og Anna Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Evris ehf.

Við hvetjum fyrirtæki sem eru að þróa byltingarkenndar lausnir fyrir alþjóðlegan markað að senda inn kynningu sína í síðasta lagi 19. maí og freista þess að komast á sviðið í Grósku! Skráning hér: https://form.jotform.com/231032070674345

Viðburðurinn er öllum opinn og gefst hér tilvalið tækifæri til að kynnast íslenskum fyrirtækjum í nýsköpun!