Það hefur verið mjög gefandi og gaman að vinna með litla fjölskyldufyrirtækinu Sidewind, allt frá árinu 2019, og sjá þetta stóra verkefni fá styrk úr nýsköpunarsjóði ESB. Með því að búa til öflugt teymi, innlendra og erlendra aðila, hefur lausn þeirra aldeilis fengið byr í seglin og „litla“ hugmyndin sem varð til við eldhúsborðið þeirra í Grafarvogi er nú að verða hluti af lausn sem mun draga verulega úr olíunotkun flutningaskipa. Verkefnið mun ganga út að það að tengja saman vindtúrbínur Sidewinds, risastórt segl og sólarsellur með það í huga að þessar þrjár lausnir – tengdar saman – geti dregið allt úr olíuþörf flutningaskipa um allt að 30%. Styrkur ESB til Whisper verkefnisins hljóðar uppá 9,4 milljónir evra sem skiptist á milli þátttakenda*.
Við hjá Evris/Inspiralia erum vitaskuld afar stolt af þessu WHISPER verkefni en okkar hlutverk var að setja saman rétta teymið á bak við umsóknina og skrifa hana.
Til hamingju Sidewind, Verkís, Samskip, BBA Fjeldco og Athygli!
*CANOE, M27, SOLBIAN, ANT TOPIC, STERLING DESIGN, AYRO, DOTCOM, LLOYD´S REGISTER.
Nánar má lesa um þennan stóra styrk hér: