Við hjá Evris/Inspiralia erum stolt af því að hafa aðstoðað Treble við að sækja um – og fá – stóra evrópska Accelerator nýsköpunarstyrkinn uppá 2.5 milljónir evra eða um 380 milljónir ísk mv. gengi dagsins í dag. Eins og öðrum fyrirtækjum, sem fá stóra styrkinn, stendur Treble einnig til boða hlutafé frá Evrópska fjárfestingabankanum og fékkst vilyrði fyrir hlutafé að upphæð 2.5 milljónir evra.
Treble er eitt af framsæknustu fyrirtækjum landsins en það vinnur að því að þróa tækni sem gerbyltir því hvernig hægt er að hanna hljóð og hljóðupplifun.