Kynning á evrópskum styrkjamöguleikum fer fram fimmtudaginn 25. maí nk. í tengslum við Nýsköpunarviku 2023. Sérfræðingur Inspiralia, Constanza Arriaza, sem er mörgu íslensku vísindafólki og fyrirtækjum vel kunnug, ætlar að segja frá helstu evrópskum styrkjamöguleikum með áherslu á stórar umsóknir með mörgum þátttakendum. Verkís og Akthelia/HÍ verða á staðnum og segja reynslusögur af undirbúningi og þátttöku í stórum umsóknum og verkefnum. Kynningin fer fram í Sykursal Grósku og hefst kl. 9.00.

Það er ekki skylda að skrá sig en væri þó gott svo við getum áætlað magn veitinga. Skráning fer fram hér: https://form.jotform.com/231241506299354