Sýklalyfjaónæmi (AMR = Antimicrobial resistance) og fjöllyfjaónæmi, þar sem sýklar þróast til að standast sýklalyf, er skilgreint af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni WHO meðal 10 af helstu heilbrigðisógnunum nú til dags. Þá hefur sýklalyfja- og fjöllyfjaónæmi verið skilgreind sem sem þriðja mesta heilbrigðisógn innan Evrópu sem krefst samræmda aðgerða af hálfu ESB. Talið er að árið 2019 hafi tæplega 5 milljónir manna látist í heiminum þar sem sýkla- eða fjöllyfjaónæmi gagnaðist ekki við sjúkdómsmeðferð. Talið er að næsti heimsfaraldur geti stafað af bakteríum sem eru fjöllyfjaónæmar. Meðferðaraðferðir hafa reynst dýrar og hægar í þróun, á sama tíma og við stöndum frammi fyrir hættu á að fleiri stofnar sýkla- og fjöllyfjaónæmis baktería haldi áfram að þróast.

Íslenska fyrirtækið Akthelia hefur undanfarin ár unnið að því að rannsaka og þróa aðferðir til að styrkja ónæmiskerfi mannsins svo hann geti sjálfur tekist á við utanaðkomandi bakteríur og dregið þannig úr notkun sýklalyfja- og öðrum fjöllyfja meðferðum. Aðferðin byggir á þeirri vitneskju að meðfætt ónæmiskerfi mannsins er í raun sterkasta vörnin gegn bakteríum (og þar með noktun á AMR) þar sem það getur myndað örverueyðandi sameindir og prótein sem hamla lifun örvera. Framköllun á slíkum próteinum hefur sýnt vera ein árangursríka virkni gegn bakteríum, veirum, sveppum og frumdýrum. Stofnandi Akthelia er Dr. Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor í frumulíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hjá Akthelia starfar einvala lið eins og fram kemur á vef fyrirtækisins: https://akthelia.is/

Styrkur Evrópusambandsins til IN-ARMOR verkefnisins byggir á framangreindri nálgun Akthelia og að verkefninu koma leiðandi prófessorar og vísindamenn frá 9 háskólum og rannsóknarstofnunum í samstarfi við 7 lyfjaþróunarfyrirtæki – alls frá 9 Evrópulöndum*. Styrkurinn er samtals 6 milljónir evra sem skiptist á milli samstarfsaðila. Það er Háskóli Íslands sem mun halda utan um verkefnið sem stendur í fjögur ár.

Markmiðið verkefnisins er að kynna nýjan flokk ónæmiskerfisörva sem geta aukið meðfædda örveruvarnarkerfi líkamans til að berjast gegn AMR. IN-ARMOR verkefnið mun fullþróa þegar for-þróaðan lyfjavettvang með tölvustýrðri lyfjahönnun og kísilaðferðum, samhliða nanótækni byggt á lyfjagjafakerfi. Þróuð meðferð verður forklínískt staðfest með tilliti til öryggis og verkun in vitro og in vivo til uppfylla allar kröfur um rannsóknarlyf. Að því loknu verður aðferðin undirbúin fyrir klíníska staðfestingu.

Þegar að markaðssetningu kemur gæti afurð IN-AMOR hugsanlega bjargað mörgum milljón mannslífum um allan heim og dregið verulega úr byrði á þróun sýklalyfja og sparað um leið fjármuni og bjargað mannslífum.

Við hjá Evris/Inspiralia óskum Akthelia, Háskóla Íslands, og öllum þeim sem að verkefninu koma, innilega til hamingju með verðugan styrk og óskum þeim alls hins besta í þessu mikilvæga verkefni.

*KAROLINSKA INSTITUTET, SERVICIO MADRILENO DE SALUD, ACONDICIONAMIENTO TARRASENSE ASSOCIACION, JYVASKYLAN YLIOPISTO, VIBIOSPHEN, RIJKSUNIVERSITEIT GRONINGEN, UNIVERSIDAD DE VIGO, OBELIS SA, TECNOLOGIAS AVANZADAS INSPIRALIA SL, ENAMINE LIMITED LIABILITY COMPANY,RESEARCH AND
PRODUCTION ENTERPRISE, BIOKERALTY RESEARCH INSTITUTE AIE, BETTHERA S.R.O., NUVISAN ICB GMBH, TAMPEREEN KORKEAKOULUSAATIO SR,