Nú í janúar hefst nýtt sjö ára tímabil hjá Evrópusambandinu sem hefur fengið heitið Horizon Europe. Með því opnast fjölmörg tækifæri fyrir íslenskt nýsköpunar- og vísindasamfélag. Við hjá Evris / Inspiralia ætlum að kynna þessi tækifæri jafnt og þétt og byrjum í næstu viku þegar við kynnum til sögunnar nýja útgáfu af Accelerator prógramminu sem mörg íslensk fyrirtækja þekkja og hafa náð góðum árangri með. Umsóknarferlið í Accelerator verður með öðrum hætti en áður, leikreglur nýjar og strangari en styrkfjárhæðir þær sömu og því eftir miklu að slægjast. Við hjá Evris / Inspiralia höfum undirbúið okkur vel og erum reiðubúin að aðstoða fyrirtæki við umsóknarferlið.

Nýtt upphaf – ný tækifæri. Kynningarfundur um nýja Accelerator prógrammið:

Dagur og tími: þriðjudagur 19. janúar kl. 10.00 – 11.00

Skráning: https://inspiraliagroup.clickmeeting.com/the-new-eic-accelerator-what-s-in-it-for-you-/register