Inspiralia kom inn á íslenskan markað um mitt ár 2016. Á fyrsta ári fyrirtækisins hér á landi skrifuðu þau styrkumsóknir fyrir 21 íslenskt fyrirtæki í sk. SME Instrument H2020. Í lok ársins voru 12 fyrirtæki komin með vilyrði fyrir styrk og þrjú til viðbótar ansi nálægt því. Það er gífurleg samkeppni um þessa styrki og árangur Inspiralia því einstakur og sannar að sóknarfæri íslenskra fyrirtækja í styrkjaumhverfi ESB miklir sé rétt á málum haldið.