ESB hefur ákveðið að setja einn milljarð evra, eða sem svarar um 160 milljörðum íslenskra króna, til að styrkja grænar lausnir . Umsóknarfrestur um styrkina rennur út 21. janúar nk. Við hjá Evris / Inspiralia hlökkum til að aðstoða íslensk fyrirtæki og (opinberar) stofnanir við að sækja um þessa veglegu styrki og efla þannig grænar rannsóknir og vöruþróun hér á landi.

Green Deal er heiti prógrams Evrópusambandsins og undir það falla margir styrkjaflokkar sem allir miða að því að styrkja grænar lausnir á ýmsum stigum TRL skalans (sjá https://www.evris.is/um-throskastig-verkefna/) . Verkefnishugmyndir geta verið á ýmsum sviðum, eins og t.d. á sviði grænnar orku, í samgöngum, loftslagsmálum, byggingariðnaði, matvælaframleiðslu, lausnir sem vernda heilsu manna og dýra, o.m.fl. Bæði rannsóknir og vöruþróun verða styrktar undir Green Deal. Hópurinn sem stendur að baki umsókn þarf að lágmarki að  samanstanda af þremur aðilum og frá þremur löndum að lágmarki. Evris / Inspiralia aðstoða við að finna réttu samstarfsaðilana ef óskað er.

Evris og Inspiralia standa fyrir vefþingi 14. september kl. 10 þar sem Green Deal verður kynnt. Í framhaldinu verður boðið upp á einkafundi til að ræða einstaka hugmyndir. Skráning á vefþingið fer fram hér.

Umsóknarfrestur er 21. janúar 2021 en ganga þarf frá samningi við Inspiralia með nokkurra vikna fyrirvara.

Hlekkur að Green Deal áætlun ESB:

https://ec.europa.eu/info/research-and-innovation/strategy/european-green-deal/call_en#how-is-the-call-structured