Claim Detect, dótturfélag íslenska fyrirtækisins NeckCare Holding ehf, fékk nýlega styrk frá bandarískum stjórnvöldum til að þróa vöru sína fyrir bandarískan markað. Það var samstarfsaðili Evris, Inspiralia, sem aðstoðaði félagið við að sækja um styrkinn. Nokkrar aðrar styrkumsóknir til bandarískra stjórnvalda eru í farvatninu hjá NeckCare og fleiri íslenskum fyrirtækjum með aðstoð Inspiralia.

Meira um styrkinn til NeckCare má finna í Viðskiptablaðinu: https://www.vb.is/frettir/spara-heilbrigdiskerfum-heims-milljarda/161170/