Fresti til að skila inn umsóknum um Eurostars styrki hefur verið seinkað til 5. nóvember nk. Við hjá Evris/Inspiralia tökum við áhugasömum viðskiptavinum fram til 24. september.

Eurostars prógrammið hentar litlum og stórum fyrirtækjum, rannsóknarstofnunum og háskólum. Aðalumsækjandinn þarf að vera lítið eða meðalstórt fyrirtæki sem stundar nýsköpun sem felur í sér þróun og hugsanlega rannsóknir. Þátttakendur þurfa að vera frá tveimur löndum hið minnsta. Eurostars hentar vel íslenskum fyrirtækjum sem vilja njóta aðstoðar erlendra sérfræðinga, fyrirtækis eða stofnunar, í sinni vöruþróun. Athugið að góður árangur í Eurostars verkefni getur verið mikilvægt skref í átt að stærri erlendum styrkjum og í átt að erlendum mörkuðum.