Starfandi fyrirtæki átta sig oft ekki á þeim fjármögnunarmöguleikum sem felast í hinum ýmsu styrkjum bæði á Íslandi og erlendis og halda oft (ranglega) að þau séu bara fyrir “nýsköpunarfyrirtæki”, “sprota” og “frumkvöðla”. Staðreyndin er sú að fjölmörg verkefni innan starfandi fyrirtækja uppfylla þau skilyrði að geta talist til nýsköpunar og eiga þar með kost á hinum ýmsu styrkjum og annarskonar fjármögnun.

Litla Ísland, vettvangur lítilla fyrirtækja innan SA, ásamt Evris og Poppins & Partners standa fyrir kynningarfundi um styrkjamöguleika og annars konar fjármögnun miðvikudaginn 29. maí. Allir velkomnir og nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér:

https://www.facebook.com/events/773285273072749/