Íslenski náttúruvöruframleiðandinn SagaNatura hefur með hjálp ráðgjafafyrirtækjanna Evris og Inspiralia hlotið 1.562.729 € í styrk frá Evrópusambandinu. Styrkinn hlýtur framleiðandinn fyrir vöruna SagaPro sem er klínískt rannsökuð náttúruvara framleidd úr ætihvönn og vinnur gegn tíðum þvaglátum. SagaPro kom fyrst á markað árið 2005 og þykir hafa sýnt sig og sannað. Styrknum er ætlað til að aðstoða við að leggja lokahönd á ýmsar nauðsynlegar vottarnir áður en ráðist verður í að koma vörunni á markað í stórum stíl bæði í Evrópu og Norður-Ameríku.

Við óskum Saga Natura innilega til hamingju með árangurinn og góðs gengis í framhaldinu.