Eurostars-styrkir eru veittir fyrirtækjum sem stunda rannsóknir- og þróun á hvaða tæknisviði sem er. Markmið Eurostars er að veita styrki til rannsókna og þróunar á nýrri vöru, ferli og þjónustu (þroskastig 4 – 6). Eurostars-verkefni eru samstarfsverkefni milli a.m.k. tveggja lögaðila frá tveimur löndum. Aðalumsækjandinn þarf að vera lítið eða meðalstórt fyrirtæki sem stundar sjálft rannsóknir og þróun. Fjármögnun verkefnanna er að mestu leyti frá þátttökulöndunum, á Íslandi frá Tækniþróunarsjóði en ESB leggur til viðbótar “top-up” til Eurostars-áætlunarinnar og mat á umsóknum er í höndum sérfræðinga á vegum ESB. Næsti umsóknarfrestur er 4. febrúar 2021.

Evris og Inspiralia ætla að kynna Eurostars á vefþingi (e. webinar) þriðjudaginn 17. nóvember kl. 10.30. Kynningin stendur í 30 mínútur og skráning er hér: https://inspiraliagroup.clickmeeting.com/eurostar-funding-opportunities-for-smes/register?_ga=2.227862815.32440135.1604348773-1554966625.1587717220