GRECA er rafrænn vettvangur sem notar gervigreind (AI) til að tengja saman fyrirtæki í leit að fjármagni og alþjóðlega fjárfesta. Nú hafa um 1.500 fjárfestar verið skráðir í þennan rafræna vettvang og bíða þeir eftir að vera paraðir saman við áhugaverða fjárfestingarkosti. Fjárfestarnir sem eru skráðir í GRECA eru ýmiskonar, þ.e. englafjárfestar, sjóðir, fagfjárfestar o.fl. Algengustu fjárhæðir sem fjárfestar í GRECA leggja til fyrirtækja eru á bilinu 0.5 – 15 milljónir evra. Fagfjárfestar leggja einnig til þekkingu og geta opnað dyr að nýjum mörkuðum. Það eru samstarfsaðilar okkar hjá Inspiralia Group sem þróuðu GRECA og halda utan um hann.

Við hjá Evris/Inspiralia Group kynnum kosti GRECA á webinari þriðjudaginn 21. september nk. Skráning og hlekkur að viðburðum er hér: https://inspiraliagroup.clickmeeting.com/192749528/register