Evrópusambandið hefur auglýst nokkur þematengd köll sem gætu verið áhugaverð fyrir mörg íslensk fyrirtæki.  Í þematengdum köllum er gert ráð fyrir að hópur aðila – fyrirtæki og stofnanir – sæki saman um styrk til að þróa lausnir sem falla að hverju þema fyrir sig. Styrkirnir eru yfirleitt mjög háir (4 – 12 milljónir evra) og deilast þeir á þátttakendur í samræmi við hlutverk þeirra í hópnum. Þematengdu verkefnin eru sérlega góð leið til að komast í hóp þeirra bestu í álfunni og taka þátt í að þróa lausnir sem munu hugsanlega hafa mikil áhrif á þróun og framfarir.
Við hjá Evris/Inspiralia ætlum að kynna þessa þematengdu styrki og köll á vef-fundi nk. miðvikudag. Meðal þemu þetta árið eru t.d. stafrænar lausnir fyrir vistvænar fiskveiðar og -vinnslu, orkulausnir fyrir skip og báta, lausnir til að draga úr umhverfisáhrifum við ýmiskonar framleiðslu og fleira.

Þessi köll og fleiri þematengd köll verða kynnt á webinari Evris/Inspiralia miðvikudaginn 19. maí kl. 09.00. Skráning og hlekkur að webinarinu er hér