Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Evris. Ólafía er menntaður stjórnsýslufræðingur og vottaður verkefnastjóri. Ólafía Dögg hefur reynslu bæði hjá hinu opinbera og af einkamarkaðnum. Hún vann í um tíu ár hjá Reykjavíkurborg við verkefnastýringu m.a. evrópskra samstarfsverkefna og starfaði hjá EFTA skrifstofunni í Brussel á sviði orkumála. Síðastliðin ár hefur Ólafía Dögg starfað sem framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar Atlantik Legal Services.