fbpx

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Evris. Ólafía er menntaður stjórnsýslufræðingur og vottaður verkefnastjóri. Ólafía Dögg hefur reynslu bæði hjá hinu opinbera og af einkamarkaðnum. Hún vann í um tíu ár hjá Reykjavíkurborg við verkefnastýringu m.a. evrópskra samstarfsverkefna og starfaði hjá EFTA skrifstofunni í Brussel á sviði orkumála. Síðastliðin ár hefur Ólafía Dögg starfað sem framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar Atlantik Legal Services.