Hulda Pjetursdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá Evris ehf. Helstu verkefni hennar eru að tengja íslensk fyrirtæki og erlenda fjárfesta og aðstoða íslensk fyrirtæki og stofnanir að sækja erlenda styrki í Evrópu og BNA til nýsköpunar á Íslandi. Hulda kemur til Evris frá Íslandsbanka þar sem hún starfaði við eignastýringu. Áður starfaði Hulda sem rekstrarstjóri hjá Green Energy Group í Nairobi í Kenýa, sem skuldabréfamiðlari hjá HF verðbréfum Kaupþingi/Arion banka og sem yfirmaður lánamála hjá Landsvirkjun þar sem hún sá um fjármögnun Kárahnjúkavirkjunar. Hulda er viðskiptafræðingur að mennt með MBA gráðu auk þess með próf í verðbréfaviðskiptum.