Evrópsku Eurostars-styrkirnir eru veittir fyrirtækjum sem stunda rannsóknir- og þróun á hvaða tæknisviði sem er og eru á þróunarstigi 4 – 6 (sjá hér). Helstu ástæður fyrir að sækja um í Eurostar eru:

  • Sækja nýja en nauðsynlega þekkingu til vöruþróunar innan fyrirtækisins.
  • Styrkja vöruþróun innan fyrirtækisins með því að fjölga þeim vörum sem verið er að þróa.
  • Skapa tengsl við hugsanlega meðframleiðendur og/eða dreifingaraðila á alþjóðlegum mörkuðum.
  • Auka sýnileika á erlendum mörkuðum.
  • Fara inn á nýja markaði í Evrópu og annarsstaðar.
  • Góður upptaktur fyrir Accelerator umsókn og hugsanlega aðkomu erlendra fjárfesta.

Eurostars-verkefni eru samstarfsverkefni a.m.k. tveggja lögaðila frá tveimur löndum. Aðalumsækjandinn þarf að vera lítið eða meðalstórt fyrirtæki sem stundar sjálft rannsóknir og þróun. Meðumsækjandi getur verið fyrirtæki, stofnun eða félagasamtök. Evris / Inspiralia aðstoða íslensk fyrirtæki við að finna erlenda samstarfsaðila.

Næsti umsóknarfrestur er 24. mars 2022. Þau verkefni, sem fá styrk, geta farið af stað 5 – 7 mánuðum eftir umsóknarfrest.