Fyrirtækið Genís á Siglufirði varð fyrst íslenskra fyrirtækja að komast í gegnum SME fasa 2 umsóknarferli Evrópusambandsins frá því nýjar verklagsreglur tóku gildi í ársbyrjun 2018.

Reglurnar eru þannig að nú þurfa forráðamenn fyrirtækja sem skora hæst, í mati á umsóknum, að fara til Brussel og halda kynningu fyrir dómnefnd, á verkefninu eða vörunni og sanna að fyrirtækið á bak við hugmyndina geti komið henni á alþjóðlega markaði.

Við óskum Genís til hamingju með að hafa komist í gegnum þetta nálarauga!