Accelerator eru stórir styrkir fyrir fyrirtæki sem eru tilbúin að fara út á alþjóðlega markaði með öllum þeim krafti sem það kallar á. Varan, sem sótt er um styrkinn fyrir, þarf að vera til í frumgerð (TRL 5 – 6) og teymið sterk blanda af tækni, vísinda og viðskiptafólki sem er reiðubúið að leggja mikið í sölurnar til að varan verði tilbúin fyrir alþjóðlega markaði á næstu 12 – 36 mánuðum.

Accelerator styrkirnir geta numið allt að 2.5 milljónum evra auk þess sem hægt er að sækja um hlutafé til Evrópska fjárfestingarbankans samhliða styrkumsókn.

Accelerator getur verið góður kostur fyrir fyrirtæki sem hafa fengið Vöxt og Sprett frá Tækniþróunarsjóði. Það er þó ekki skilyrði til þess að hljóta þennan styrk. Á þessu ári hafa lausnir á sviði heilbrigðistækni hlotið gott brautargengi í Accelerator en einnig ýmiskonar orkulausnir, “deep tech” og tæknilausnir sem styðjast við skammtafræði (quantum technology).

Umsóknarfrestir á árinu 2022: apríl, júní og október

Myndin er fengin af Unsplash.