Tvö íslensk fyrirtæki bættust í hóp þeirra fjölmörgu sem hafa notið aðstoðar Evris og Inspiralia við að sækja um og fá svo kallaða SME-styrki Evrópusambandsins. Það voru fyrirtækin Greenwolt og Cool Wool Box sem eiga það sameiginlegt að takast á við orku- og umhverfismál. Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að fylgja þeim yfir á næsta styrkja þrep ESB sem nú heitir Accelerator en var áður SME PH2.