Í lok síðasta árs færði Evris ehf Geðhjálp styrk að upphæð 500.000. Styrknum er ætlað að styrkja nýtt verkefni sem Geðhjálp er að ýta úr vör og snýr að börnum foreldra með geðrænan vanda. Verkefnið er unnið að breskri fyrirmynd og undir leiðsögn samtakanna “Our Time”. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar styrkurinn var afhentur en á henni eru þær Anna Margrét Guðjónsdóttir (tv), stofnandi og framkvæmdastjóri Evris ehf og Elín Ebba Ásmundsdóttir (th), varaformaður Geðhjálpar.