Samstarfsaðilar okkar hjá Inspiralia Group hafa þróað rafrænan vettvang (e. platform) til að tengja saman fyrirtæki og alþjóðlega fjárfesta sem hefur fengið heitið GRECA. Nú hafa um 1.500 fjárfestar verið skráðir í þennan rafræna vettvang og bíða þeir eftir að vera kynntir fyrir áhugaverðum fjárfestingarkostum. Fjárfestarnir sem eru skráðir í GRECA eru ýmiskonar, þ.e. englafjárfestar, sjóðir, fagfjárfestar o.fl. Algengustu fjárhæðir sem fjárfestar í GRECA leggja til fyrirtækja eru á bilinu 0.5 – 15 milljónir evra. Fagfjárfestar leggja einnig til þekkingu og geta opnað dyr að nýjum mörkuðum.

Við hjá Evris/Inspiralia Group kynnum kosti GRECA á webinari þriðjudaginn 8. júní nk. Skráning og hlekkur að viðburðum er hér: https://inspiraliagroup.clickmeeting.com/may-we-introduce-you-to-international-investors-/register?_ga=2.120260557.438334392.1620378178-1805457557.1603445569

Stutt kynningarmyndband um GRECA