Við hjá Evris/Inspiralia kynnum með stolti síðasta íslenska Accelerator styrkhafa ársins 2022, erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics. Með öflugu samstarfi heilbrigðisteymis Inspiralia og forsvarsmanna AT tókst, í fyrstu atrennu, að fá styrk að upphæð 2.5 milljónir evra (um 380 milljónir ísk mv. gengi dagsins í dag) og hlutafjárvilyrði upp á 10 milljónir evra.

Fjármagnið verður nýtt til að halda áfram að þróa lyf við ættgengri íslenskri heilablæðinu en vonir standa til að einnig megi nýta lyfið í baráttunni geng Alzheimer.

Við hjá Evris/Inspiralia óskum Arctic Therapeutics hjartanlega til hamingju með þennan verðskuldaða og mikilvæga styrk.

Nánar um fjármögnunina og Arctic Therapeutics: https://www.visir.is/g/20222357756d