Evrópskir styrkir til þróunar á sviði heilbrigðisvísinda og heilbrigðistækni eru fjölmargir. Sérfræðingur Inspiralia ætlar að kynna þá sérstaklega á fundi sem haldinn verður föstudaginn 13. maí kl. 08 á íslenskum tíma. Á fundinum verða kynntir styrkir sem kalla á aðkomu margra aðila, s.s. vísindafólks, hagsmunasamtaka, fyrirtækja o.fl. o.fl. En einnig verða kynntir styrkir sem fyrirtæki, eitt og sér, geta sótt um. Í öllum tilvikum eru styrkirnir mjög háir og því eftir miklu að slægjast.

Þessi fundur er skipulagður af samstarfsaðilum Inspiralia í Finnlandi, Grannenfelt Finance, sem munu kynna starfsemi sína að loknu erindi Inspiralia.

Skráningu og hlekk að fundinum er að finna hér: https://inspiraliagroup.clickmeeting.com/how-to-access-eu-funding-for-health-innovations/register?_ga=2.78783635.664377453.1645708571-751909216.1645708571