Í árslok 2019 fékk íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis rúmlega 407 milljóna króna styrk úr Fast Track to Innovation sjóði Evrópusambandsins. Styrknum er ætlað að þróa sáraumbúðir úr fiskiroði fyrir Evrópu markað en fyrirtækið hefur getið sér gott orð fyrir samskonar vöru í Bandaríkjunum. Þróunarferlið og tilraunir með vöruna verður unnið í samvinnu við samtök sykursjúkra í Frakklandi og sænskt og ítalskt fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í dreifingu á lækningavörum fyrir sykursjúka. Við hjá Evris og Inspiralia erum ákaflega stolt af því að hafa aðstoðað Kerecis við að sækja þennan stóra og þýðingarmikla styrk.