Eurostars-styrkir eru veittir fyrirtækjum sem stunda rannsóknir- og þróun á hvaða tæknisviði sem er. Markmið Eurostars er að veita styrki til rannsókna og þróunar á nýrri vöru, ferli og þjónustu (þroskastig 4 – 6). Eurostars-verkefni eru samstarfsverkefni milli a.m.k. tveggja lögaðila frá tveimur löndum og er frábær leið til að leggja grunn að og/eða efla samstarf við erlenda(n) aðila sem er getur aðstoðað við að undirbúa sókn á erlenda markaði. Aðalumsækjandinn þarf að vera lítið eða meðalstórt fyrirtæki sem stundar sjálft rannsóknir og þróun. Inspiralia aðstoðar við að finna réttan erlendan meðumsækjanda og samstarfsaðila ef með þarf. Næsti umsóknarfrestur er 15. september 2022.

Evris og Inspiralia ætla að kynna Eurostars á vefþingi (e. webinar) miðvikudaginn 30. mars kl. 11.00 . Kynningin stendur í 30 mínútur og skráning er hér: https://inspiraliagroup.clickmeeting.com/reaching-international-markets-eurostars-funding-for-innovative-technologies/register?_ga=2.157578296.365717864.1643721476-1353433648.1643280402&_gac=1.115716596.1643624696.Cj0KCQiArt6PBhCoARIsAMF5wagtDCdW45LY34PZTYJfdktLbmhgVJJE5P5E0VRGjlUycf6KydvcTggaAveLEALw_wcB