Nýr starfsmaður til Evris

Sverrir Geirdal hefur verið ráðinn til starfa hjá Evris og Auðnu tæknitorgs en bæði fyrirtækin eru staðsett í Íslenska sjávarklasanum. Þau  hafa undanfarin misseri unnið saman að því að efla íslenska nýsköpun.  Með ráðningu Sverris til beggja aðila mun það samstarf aukast enn frekar til hagsbóta fyrir nýsköpunarumhverfið í landinu.

 Sverrir Geirdal er með MBA frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS), diplóma í Rekstrar og viðskiptafræði frá EHÍ ásamt diplóma í kerfisfræði frá EDB skólanum í Odense.  Hann hefur áralanga reynslu af fjármögnun nýsköpunarverkefna,  fyrst hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og síðar á eigin vegum.  Sverrir rak eigið ráðgjafarfyrirtæki um langt árabil þar sem hann sinnti ráðgjöf í upplýsingatækni, stefnumótun, viðskiptaþróun og rekstri.  Sverrir hefur einnig sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði tölvu endurskoðunar og markvissri stjórnun stofngagna  fyrir mörg af stærstu fjármálafyrirtækum landsins.    Síðustu tvö árin hefur Sverrir verið IT-Business partner hjá Marel þar sem hann brúaði bilið á milli viðskiptaeininga og upplýsingatækni á heimsvísu.

Auðna tæknitorg ehf. er sameiginleg tækni- og þekkingarveita háskólanna og helstu rannsóknastofnana landsins með markmið að koma vísindum í vinnu. Hún tengir saman vísindasamfélagið, atvinnulíf og fjárfesta, sinnir hugverkavernd og nytjaleyfum fyrir stofnanirnar, hvetur til nýsköpunar og greinir tækifæri til verðmætasköpunar og finnur öflugu vísindastarfi á Íslandi farveg út í atvinnulífið og samfélagið. Auðna vinnur jafnframt með háskólum og rannsóknastofnunum innanlands og á Norðurlöndum að því að mæta Sjálfbærni markmiðum Sameinuðu Þjóðanna með vísindalegum lausnum.

Sjá nánar fréttatilkynningu hér: https://www.frettabladid.is/markadurinn/sverrir-radinn-til-audnu-og-evris/?fbclid=IwAR1MTooOT4aOMiL7s9hLQ1q4VjDni58tUoF1cjppSKpWSbZjDw3xCmMPCvA