fbpx

EVRIS þjónusta

Viðskiptasamningar við bandarísk stjórnvöld

Samstarfsaðili Evris, Inspiralia Group, í Bandaríkjunum aðstoðar íslensk fyrirtæki við að koma á viðskiptasamningum við bandarísk stjórnvöld. Fyrirtækin geta verið staðsett hér á landi eða hvar sem er í heiminum. Inspiralia hefur bæði frumkvæði að því að kynna vörur fyrir stjórnvöldunum (pro-active) en fylgist einnig með útboðum á vegum bandarískra stjórnvalda og kynnir þeim áhugaverðar lausnir. Viðskiptasamningar við bandarísk stjórnvöld eru yfirleitt til nokkurra ára í senn.